Um okkur
Velkomin í vefverslunina okkar!
Mekko er afsprengi áhuga okkar á góðu matarboði. Hver nýtur þess ekki að setjast að fallegu og vel dekkuðu borði, umvafinn sínu besta fólki og gómsætum og vel framreiddum mat! Borðmenning er eitthvað sem við höfum stúderað og elskum að prófa okkur áfram með skreytingar, framsetningu og að skapa stemningu við hæfi.
Servíettur, kerti, löber, rétti ilmurinn eða hugguleg gjöf handa gestum /gestgjafa. Á mekko. finnur þú allt sem til þarf. Vöruúrval okkar inniheldur stílhreina og fallega hluti sem eru fullkomnir fyrir hvaða tilefni sem er, allt frá afmælum til brúðkaupa og allt þar á milli.
Vörurnar okkar koma frá traustum og virtum framleiðendum, svo þú getur verið viss um að þú fáir hágæða vörur sem nýtast og endast. Sjá nánari upplýsingar um vörumerkin.
Við vonum svo sannarlega að þú njótir þess að vafra um vefverslunina okkar og finnir vonandi eitthvað sem bætir, hressir og kætir!
Mekko.
kt. 660811-1170.
Smiðjuvegur 11, 200 Kópavogur.
mekko@mekko.is
s: +354 588-6886